18. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 6. desember 2018 kl. 13:00


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 13:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 13:00
Brynjar Níelsson (BN), kl. 13:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG) fyrir Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 13:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 13:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 13:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 13:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 13:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 13:00

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Fundargerð 16. fundar var samþykkt óbreytt. Fundargerð 17. fundar var samþykkt með breytingum.

2) Útlendingastofnun - málsmeðferð og verklagsreglur Kl. 13:01
Á fund nefndarinnar mættu Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi, Hrafnhildur Ragnarsdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslussviðs, og Guðrún Jenný Jónsdóttir sviðsstjóri frá Ríkisendurskoðun. Kynntu þau skýrslu til Alþingis, Útlendingastofnun. Málsmeðferð og verklagsreglur, og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 235. mál - umboðsmaður Alþingis Kl. 14:30
Á fund nefndarinnar mættu Bryndís Helgadóttir, Hinrika Sandra Ingimundardóttir og Ragna Bjarnadóttir frá dómsmálaráðuneyti, Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, og Helgi Valberg Jensson frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 15:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:30